Eiríkur Steingrímsson

Árni Torfason

Eiríkur Steingrímsson

Kaupa Í körfu

Íslenskur prófessor kjörinn í virt samtök evrópskra sameindalíffræðinga Eiríkur Steingrímsson er fæddur í Reykjavík árið 1960. Hann lauk B.S. prófi í líffræði frá HÍ árið 1985 og doktorsprófi í erfðafræði frá UCLA háskóla 1992. Eiríkur hefur starfað við erfðarannsóknir í Bandaríkjunum og frá 1997 hefur hann gegnt stöðu rannsóknarprófessors í lífefna- og sameindalíffræði læknadeildar HÍ. Þá hefur hann einnig frá 1999 starfað á rannsóknasviði Urðar Verðandi Skuldar og er nú yfirmaður vísindasviðs fyrirtækisins. Eiríkur er kvæntur Sigríði Sigurjónsdóttur, dósent í íslensku við Háskóla Íslands, og eiga þau tvær dætur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar