Skoðun

Helgi Bjarnason

Skoðun

Kaupa Í körfu

Keflavíkurflugvöllur | Nú stendur yfir skoðun á einni af breiðþotum Flugleiða, Boeing 767-300 sem Loftleiðir Icelandic nota í leiguflugsverkefni sín. Valdimar Sæmundsson, framkvæmdastjóri ITS, Tækniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að þetta sé fyrsta C-skoðunin á breiðþotu og standi hún í átta daga. Segir hann þetta töluverða útvíkkun á starfsemi fyrirtækisins þar sem breiðþotur sem hafi verið í rekstri íslenskra flugfélaga hafi fram að þessu verið skoðaðar erlendis. Um sextíu manns starfa við skoðunina og telur hún alls kringum 4.500 vinnustundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar