Garðatorg Ráðhúsið í Garðabæ

Gísli Sigurðsson

Garðatorg Ráðhúsið í Garðabæ

Kaupa Í körfu

Fyrir um þrjátíu árum viðraði ég þá hugmynd í Lesbók, að í miðbæ Reykjavíkur og raunar í miðbæjum allra annarra bæja á landinu þyrfti að gera ráð fyrir yfirbyggðu torgi. Þessi hugmynd var þó engan veginn ný af nálinni þá og miklu lengra síðan byggt var með gleri yfir verzlunargötu suður í Mílanó. Þó að íslenzkt veðurfar hafi agnarögn skánað á síðustu þrem áratugunum er það æði oft nægilega úfið til þess að við sitjum ekki okkur til ánægju með kaffibollann úti á gangstétt. Enn sem fyrr er skjólmyndun forsenda fyrir blómlegu mannlífi á torgum. Menn hafa séð hvað torg í ítölskum bæjum eru lífleg, en ef við ætlum að skapa skilyrði fyrir eitthvað ámóta eru yfirbyggð torg - eða einstaka yfirbyggðar götur - grundvallarforsenda. Ástæða var til að verða bæði undrandi og glaður þegar Garðbæingar sýndu þá framsýni að byggja ásamt nýju ráðhúsi samstæðu húsa, sem mynda ákjósanlega veggi á alla kanta fyrir yfirbyggt torg. Ráðhúsið í Garðabæ þekkja flestir sem eitthvað eru á ferli; það er alvöru ráðhús með turni, prýðilegt verk Ingimundar Sveinssonar arkitekts MYNDATEXTI:Turninn á ráðhúsinu í Garðabæ er eitt helzta kennileiti bæjarins. Húsið hefur Ingimundur Sveinsson arkitekt teiknað og tekizt vel. Yfirbyggða torgið sem hér er til umræðu er undir glerþaki á bak við turninn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar