Vigdís Sveinbjörnsdóttir afhedir verðlaunagrip

Sigurður Aðalsteinsson

Vigdís Sveinbjörnsdóttir afhedir verðlaunagrip

Kaupa Í körfu

ÁBÚENDURNIR í Möðrudal á efra Fjalli hlutu viðurkenninguna Kjark og þor sveitanna sem Búnaðarsamband Austurlands veitir því býli á svæði sínu sem sýnt hefur hvað mest frumkvæði og skarað fram úr með kjark og áræði á árinu. Verðlaunin eru veitt á Bændahátíð sem austfirskir bændur halda árlega nærri vetrarkomunni. Vigdís Sveinbjörnsdóttir, formaður Búnaðarsambands Austurlands, afhenti ábúendum í Möðrudal forkunnarfagran farandverðlaunagrip sem gerður er og gefinn af Hlyn og Eddu á Miðhúsum. Það voru ábúendur í Möðrudal, Vernharður Vilhjálmsson, Anna Birna Snæþórsdóttir og Vilhjálmur Vernharðsson, sem tóku við viðurkenningunni. Einnig fengu sauðfjárbú Þorsteins Kristjánssonar og Katrínar Guðmundsdóttir á Jökulsá í Borgarfirði og kúabúið á Hallfreðarstöðum sem rekið er af tvíburabræðrunum Jóni Steinari og Helga Rúnari Elíssonum viðurkenningar frá Búnaðarsambandi Austurlands fyrir afurðasemi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar