VG vill að borgarstjóri láti af embætti

Brynjar Gauti

VG vill að borgarstjóri láti af embætti

Kaupa Í körfu

Borgarstjóri nýtur ekki trausts félaga í VG í Reykjavík til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs. Ómar Friðriksson komst að því að vinstri grænir hafa sett fram þá afstöðu að borgarstjóri eigi að taka þá ákvörðun að víkja. Samkomulag varð á fundi borgarfulltrúa R-listans í gærkvöldi um að borgarstjóri fái ráðrúm næstu daga til að útskýra sín sjónarmið fyrir borgarbúum. MYNDATEXTI: Borgarfulltrúar koma af fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Sama kvöld komu fulltrúar og trúnaðarmenn vinstri grænna í Reykjavík að þeirri niðurstöðu að borgarstjóri nyti ekki fulls trausts VG. Á myndinni má sjá Árna Þór Sigurðsson, forseta borgarstjórnar, og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar