Dr. Shirin Ebadi

Dr. Shirin Ebadi

Kaupa Í körfu

Íranski mannréttindafrömuðurinn dr. Shirin Ebadi tekur við heiðursdoktorsnafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri næstkomandi laugardag. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003 MYNDATEXTI: Dr. Shirin Ebadi er fædd í Íran árið 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Teheran og var einna fyrst kvenna til að gegna dómarastarfi í landi sínu. Hún var forseti borgardóms í Teheran 1975-79, en eftir byltinguna 1979 var hún neydd til að segja af sér og boðið ritarastarf við dómstólinn. Shirin Ebadi hefur barist fyrir mannréttindum og lengi verið verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran. Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels 2003 fyrir þrotlausa baráttu fyrir mannréttindum í heimalandi sínu Íran. Hún er talsmaður hófsamra sjónarmiða í trúmálum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt samleið með mannréttindum og lýðræði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar