Starfsmenn Hafró í skelleiðangri í Breiðafirði

Gunnlaugur Árnason

Starfsmenn Hafró í skelleiðangri í Breiðafirði

Kaupa Í körfu

STOFN hörpuskeljar í Breiðafirði hefur vaxið um 15% frá því á síðasta ári vegna mjög góðrar nýliðunar. Skæð sýking hefur einkum lagst á stærri skel í stofninum og nánast drepið hana alla. Fyrir vikið eru veiðar á hörpuskel með öllu bannaðar á þessu fiskveiðiári. Í síðustu viku fóru starfsmenn Hafrannsóknunastofnunar í sinn árlega leiðangur og rannsökuðu hörpudisksstofninn í Breiðafirði. Mikil dauðsföll hafa verið í stofninum og skelveiðar hafa verið bannaðar í tvö ár með þeim afleiðingum sem því fylgir. MYNDATEXTI: Rannsóknir Starfsmenn Hafró við vinnu í skelleiðangri í Breiðafirði um borð í Gretti SH 104. Sæunn K. Erlingsdóttir, Guðmundur Skúli Bragason og Jón Sólmundsson vega og meta vöxt og viðgang hörpuskeljarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar