Hestabók

Kristján Kristjánsson

Hestabók

Kaupa Í körfu

HJALTI Jón Sveinsson, annar af ritstjórum bókarinnar Íslenski hesturinn, kom færandi hendi á Amtsbókasafnið á Akureyri, en hann færði safninu bókina að gjöf í þakklætisskyni fyrir góða þjónustu. Gísli B. Björnsson er ritstjóri ásamt Hjalta Jóni, skólameistara Verkmennaskólans á Akureyri. Hjalti Jón leitaði víða fanga við skrif bókarinnar og kvaðst hann hafa fengið aðdáunarverða þjónustu á Amtsbókasafninu við öflun heimilda og það þrátt fyrir erfiðar aðstæður en umfangsmiklar breytingar stóðu yfir á safninu mestallan þann tíma sem hann vann að bókinni. Íslenski hesturinn er langstærsta og yfirgripsmesta verk sem komið hefur út um einstakt hrossakyn, en fjallað er um nær allt sem viðkemur hestinum MYNDATEXTI: Bókargjöf Hjalti Jón Sveinsson afhendir Hólmkeli Hreinssyni bókina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar