Ólafur Ragnar Grímsson í New York

Einar Falur Ingólfsson

Ólafur Ragnar Grímsson í New York

Kaupa Í körfu

ÞETTA lambakjöt sem þið bragðið núna, íslenska lambið, var líklega fyrsta lambakjötið sem borðað var í þessari heimsálfu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við bandaríska blaðamenn í New York í gær. Sagði hann Leif Eiríksson og ferðafélaga hans líklega hafa haft með sér lömb er þeir sigldu til Ameríku fyrir meira en 1.000 árum. Forsetinn tók þátt í kynningu á íslensku lambakjöti og vatni sem haldin var á vegum Whole Foods Market og Café Gray, Átaks, fyrir hönd Bændasamtakanna, Iceland Spring og Flugleiða á vinsælum veitingastað Gray Kuntz í Time Warner-byggingunni. MYNDATEXTI:Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við bandaríska blaðamenn í kynningu á íslensku lambakjöti í New York í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar