Naustið 50 ára

Naustið 50 ára

Kaupa Í körfu

Á veitingastaðnum Naustinu er haldið í hefðirnar og í 50 ára sögu staðarins hafa þorrablót, skötuveislur, jólahlaðborð og aðrar matarveislur verið einkennandi fyrir þennan sögufræga stað. Fimm áratugir af samkomum og mannfagnaði liggja í loftinu þegar gengið er inn á hinn sögufræga veitingastað Naustið við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur, og nýr veitingamaður sem hefur tekið við rekstrinum segist vera mjög meðvitaður um þá miklu ábyrgð sem fylgi því að taka við stað eins og Naustinu MYNDATEXTI:Á Símonarbar Anton Viggósson (t.h.), nýr rekstraraðili Naustsins, og Karl J. Steingrímsson, eigandi staðarins, á hinum sögufræga Símonarbar á efstu hæð Naustsins, þar sem Símon Sigurjónsson barþjónn starfaði í um 30 ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar