Jóhann Hjálmarsson skáld

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóhann Hjálmarsson skáld

Kaupa Í körfu

Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu að þessu sinni er Jóhann Hjálmarsson og um þessar mundir stendur þar yfir sýning á ferli hans. Jóhann á að baki sautján ljóðabækur, auk þýðinga og annarra ritstarfa, og var ljóðabókin Hljóðleikar tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fyrra. Orðræða um skuggann heitir nýjasta bók hans sem er nýkomin út. Um er að ræða safn ljóðaþýðinga, þar sem ljóð eftir höfunda frá öllum heimshornum koma saman MYNDATEXTI: Jóhann Hjálmarsson "Mér finnst það hluti af skáldskapnum að þýða og glíma við önnur skáld. Það er eitt af því sem ég hef bara ekki komist hjá. Þótt að ég hafi reynt það stundum hef ég alltaf þýtt töluvert," segir skáldið sem nýverið gaf út bókina Orðræða um skuggann, sem inniheldur þýðingar á ljóðum skálda frá ýmsum löndum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar