Krakkar á leið heim úr skólanum

Ragnar Axelsson

Krakkar á leið heim úr skólanum

Kaupa Í körfu

Sumir nemendur fengu ekki að fara með skólabækurnar heim úr skólanum "Þetta er óþolandi ástand og við viljum að stjórnvöld fari að axla sína ábyrgð. Við teljum ótækt að stjórnvöld skuli ekki hafa sýnt meiri lit í þessu máli og nú þurfi menn að fara að sýna meiri ábyrgð," sagði María Kristín Gylfadóttir, formaður stjórnar Heimilis og skóla, þegar ljóst varð að kennarar kolfelldu miðlunartillögu sáttasemjara í gær. Afstaða kennara er mjög skýr eins og hún endurspeglast í atkvæðagreiðslu þeirra um verkfall að mati Maríu og boltinn því hjá launanefnd sveitarfélaganna. Hún segir skaða barna þegar orðinn óbætanlegan og lengra verkfall geri málið enn verra fyrir börnin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar