Hönnunarsýning í Listasafni Reykjavíkur

Hönnunarsýning í Listasafni Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Grafísk hönnun á Íslandi HÚN er skemmtileg sýningin sem sett hefur verið upp í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í tilefni af því að rúm 50 ár eru liðin frá stofnun Félags íslenskra teiknara. Og efalítið vekur fjöldi þeirra muna sem þar er að finna upp minningar um liðnar stundir meðal sýningargesta sama hvaða aldurshópi þeir annars tilheyra. Þeir munir sem koma síður kunnuglega fyrir sjónir geta svo vakið forvitni gagnvart fortíðinni, þjóðfélagi fyrri tíma og örum samfélagsbreytingunum, á sama tíma og staðfast útlit maltflöskumiða, orabaunadósa og tópaspakka sýnir og sannar að ekki er allt endilega breytingum háð. MYNDATEXTI: Gos- og áfengisflöskur frá hinum ýmsu tímabilum eru meðal þess sem finna má í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar