HG í Hnífsdal

Ragnar Axelsson

HG í Hnífsdal

Kaupa Í körfu

ÞORSKELDIÐ hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. í Hnífsdal (HG) fer vel af stað. Farið er að slátra og selja vænan fisk á markaði á meginlandi Evrópu. Á þessu ári er HG að slátra um 150 tonnum af eldisþorski og áætlað er að framleiðslan haustið 2005 verði um 400 tonn. HG er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Vestfjörðum með um 250 manns í vinnu til sjós og lands. MYNDATEXTI: Kristján G. Jóakimsson, Þórarinn Ólafsson og Einar Valur Kristjánsson hjá HG í Hnífsdal með vænan eldisþorsk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar