Körfubolti fjölliðamót

Jónas Erlendsson

Körfubolti fjölliðamót

Kaupa Í körfu

Körfubolti | Mikið var um að vera hjá yngri körfuknattleiksmönnum um liðna helgi, en alls voru haldin 15 fjölliðamót vítt og breitt um landið, m.a. á nokkrum stöðum þar sem mót af því tagi eru ekki haldin á hverjum degi. Þannig var fyrsta fjölliðamót sögunnar haldið í Vík í Mýrdal þegar 2. umferð í 10. flokki kvenna í C-riðli var leikin þar. Fjögur lið eru í riðlinum, Drangur úr Vík, Garður úr Rangárvallasýslu, Reykdælir úr Borgarfirði og KR úr Reykjavík, en alls eru um 40 stelpur í þessum liðum.Garpsstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki og stúlkurnar úr heimaliðinu unnu þrjá leiki sína. Mikill áhugi er fyrir körfubolta í Vík, en með tilkomu nýs og glæsilegs íþróttahúss sem tekið var í notkun fyrir rúmu ári hafa möguleikar á allra handa íþróttaiðkun aukist til mikilla muna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar