Félagsstarf aldraðra í Hraunbæ

Helgi Bjarnason

Félagsstarf aldraðra í Hraunbæ

Kaupa Í körfu

Þú myndir þekkja staðinn ef Dorrit stæði þarna," sagði Ingvar Jónsson útskurðarmeistari og var hissa á því að blaðamaður áttaði sig ekki strax á því að forsetasetrið væri að myndast á fjölinni. Hópur eldri borgara kemur saman í félagsstarfinu að Hraunbæ 105 til að sinna áhugamálum sínum undir handleiðslu leiðbeinenda. Þar er t.d.hópur útskurðarfólks og tekur Ingvar þátt í honum. Hagleiksmennirnir voru að skera út myndir og muni úr tré sem sumir verða áreiðanlega til sölu á basar félagsstarfsins einhvern tímann síðar eða verða settir upp til skrauts og minja á heimili höfundanna eða skyldmenna þeirra. Ingvar Jónsson var að skera út mynd af Bessastöðum og hafði til hliðsjónar ljósmynd úr Morgunblaðinu af staðnum í vetrarbúningi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar