Sveinn Þórðarson og Sigríður Lúthersdóttir

Árni Torfason

Sveinn Þórðarson og Sigríður Lúthersdóttir

Kaupa Í körfu

Þrjátíu landnámshænur frá Íslandi í Kaliforníu Þau hafa búið í Kaliforníu í meira en hálfa öld en ævinlega haldið góðu sambandi við heimalandið sitt, Ísland. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti hjón sem búa með íslenskar hænur og ríða út á íslenskum reiðskjótum í Bandaríkjunum. Hjónin Sigríður Lúthersdóttir og Sveinn Þórðarson skreppa stundum til Íslands í skjólið sitt í Kópavoginum þar sem þau eiga lítið hús. Húsið er æskuheimili Sigríðar og þeim finnst gott að hitta gamla vini og nágranna heima á Fróni og hafa ævinlega lagt mikið upp úr því að láta böndin ekki slitna þó þau búi í annarri heimsálfu. En þau hafa líka flutt ýmislegt íslenskt með sér til vesturheims. Sigríður er mikil dýrakona og hún er með um þrjátíu íslenskar hænur heima í Trabuca Canyon sem er lítið fjallaþorp í Suður-Kaliforníu. Auk þess er Helga dóttir þeirra hestakona og hún heldur þrjá íslenska hesta og tvo íslenska hunda þar sem hún býr í næsta nágrenni við foreldra sína. Dóttir Helgu, Sína, 16 ára, er fálkatemjari með full réttindi frá Kaliforníufylki, svo það er mikið dýrafjör hjá fjölskyldunni. MYNDATEXTI: Sigríður og Sveinn í Íslandsheimsókn sinni: Trén í garðinum hjá þeim í Kópavoginum skarta haustlitum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar