Jóhannes Kjarval í Listamannaskálanum

Ólafur K. Magnússon
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóhannes Kjarval í Listamannaskálanum

Kaupa Í körfu

Jóhannes Sveinsson Kjarval opnar sýningu í Listamannaskálanum 16. febrúar 1961. Kristján Guðlaugsson, hrl., Kjarval og Thor Thors ambassador. Skv. Mbl. 15. feb 1961 spurði Thor Kjarval hvort hann vildi ekki koma til Ameríku og bauð honum að búa á heimili sínu vestur í Washington. "Kjarval þakkaði fyrir sig og lét í það skína að sig hefði lengi langað vestur. Kristján, sem er formaður Loftleiða, bauð Kjarval þá flugfar fram og til baka með Loftleiðavél. Tók hann boðinu líklega, og er því ekki að vita nema hann bregði sér vestur yfir Atlantsála einn góðan veðurdag." Mynd nr. 200-044-10 Mynd úr Ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar/Morgunblaðsins. Ól.K.M.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar