Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir valin borgarstjóri Reykjavíkur "STARFIÐ er auðvitað mjög stórt og mun stærra en ég sjálf sem einstaklingur. Þegar maður er í stjórnmálum og fær spurningu um það hvort maður vilji taka að sér eitt valdamesta embætti landsins, þá verður maður að svara játandi," sagði nýráðinn borgarstjóri Reykjavíkur, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom nafn Steinunnar Valdísar fyrst upp í óformlegum viðræðum innan R-listans um helgina. Steinunn Valdís tekur við embætti borgarstjóra um næstu mánaðamót þegar Þórólfur Árnason hættir í kjölfar afsagnar sinnar vegna olíumálsins. MYNDATEXTI: Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ólafur Haraldsson, eiginmaður hennar, voru í blómahafi á heimili sínu við Rauðalæk í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar