Fjósið á Mánárbakka

Atli Vigfússon

Fjósið á Mánárbakka

Kaupa Í körfu

Bændurnir sem reka nyrsta fjós landsins fylla alla bása og framleiða aðeins úrvalsmjólk Fjósum hefur fækkað um nærri helming í Þingeyjarsýslu á tuttugu árum. Það þykir því gleðiefni þegar menn taka sig til og auka framleiðslu sína. Atli Vigfússon fréttaritari heimsótti bændur í nyrsta fjósi landsins en þeir eru að auka við sig. Á Mánárbakka á Tjörnesi sem er nyrsta býli í Suður-Þingeyjarsýslu og jafnframt nyrsta kúabú landsins, var nýlega farið í að fylla fjósið af kúm. Það hafði ekki verið nema rúmlega hálft áður og var keyptur kvóti til þess að ná þessari aukningu. Alls er um 32 bása að ræða ásamt geldneytaaðstöðu. MYNDATEXTI: Samhent Fjölskyldan á Mánarbakka saman komin, með fjósið í baksýn, Jóhanna R. Pétursdóttir og Bjarni S. Aðalgeirsson ásamt börnum sínum, þeim Sunnu Mjöll og Mána Snæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar