Naustið - Anton Viggósson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Naustið - Anton Viggósson

Kaupa Í körfu

MATARKISTAN | Hlaðborð með ferskum ávöxtum, eggjakökum, beikoni og grænmeti ÞAÐ er notalegt um helgar að borða síðbúinn morgunverð eða dögurð (brunch). Hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að fjölskyldur fari saman út að borða slíkan málsverð og nú hefur Naustið tekið upp á því að bjóða til dögurðar á sunnudögum. Anton Viggósson matreiðslumaður er nýtekinn við rekstri Naustsins ásamt konu sinni Katrínu Stefánsdóttur. Hann bjó lengi í Bandaríkjunum og segir að sig hafi lengi dreymt um að bjóða Íslendingum upp á ekta bandarískan brunch eða dögurð. MYNDATEXTI: Morgunverðarhlaðborð á Naustinu: Beikon, eggjakaka, ávextir, skinka o.fl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar