Marta María Jónasdóttir

Jim Smart

Marta María Jónasdóttir

Kaupa Í körfu

Bók um söngflokkinn Nylon var að koma út. Hún er samnefnd nýju plötunni og heitir 100% Nylon og er fjallað um líf Ölmu, Emilíu, Steinunnar og Klöru frá ýmsum sjónarhornum. Höfundur bókarinnar er Marta María Jónasdóttir, sem starfað hefur sem blaðamaður og stílisti hjá Fróða síðastliðin fjögur ár á blöðum á borð við Mannlíf, Séð og heyrt og Hús og híbýli. "Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu, hafði samband við mig og bað mig um að taka þetta verkefni að mér. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og fannst þetta mjög spennandi," segir hún en bókin er gefin út af Vöku-Helgafelli. MYNDATEXTI:Marta María Jónasdóttir, blaðamaður og stílisti, er höfundur nýju bókarinnar um stelpurnar í Nylon sem heitir 100% Nylon.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar