Unglist

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Unglist

Kaupa Í körfu

Tónlistinn ræður ríkjum á Unglist, listahátíð ungs fólks, í Tjarnarbíói í kvöld. Þar verður haldið Framsækniskvöld SPECAP eða SLÁTUR, samtök listrænt ágengra tónlistarmanna umhverfis Reykjavík í annað sinn og má búast við því óvænta á tónlistarlegum vettvangi. "Þetta verður spennandi," segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, umsjónarmaður kvöldins, og upplýsir að fjögur atriði verði á dagskrá. Fyrstan má nefna "Elvar Auxpan, sem hefur getið sér gott orð fyrir noise-tónlist." Líka stígur á svið trommuleikarinn og tónsmiðurinn Ólafur Björn Ólafsson ásamt Önnu S. Þorvaldsdóttur en þau útskrifuðust saman frá tónsmíðadeild LHÍ síðasta vor. MYNDATEXTI:Framsæknir og vel lesnir: Páll Ivan Pálsson, Róbert Reynisson, Guðmundur Steinn Gunnarsson og Elvar Már Kjartansson (Auxpan).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar