Hængur gefur

Kristján Kristjánsson

Hængur gefur

Kaupa Í körfu

Forsvarsmenn Lionsklúbbsins Hængs afhentu á dögunum fjárstyrki úr verkefnasjóði klúbbsins til þriggja aðila á Akureyri. Það voru Ferðafélagið Rjúkandi, sem starfar innan Lautarinnar, athvarfs fyrir geðfatlaða, afþreyingarsjóður Sambýlisins í Bakkahlíð, þar sem Alzheimer-sjúklingar dvelja og Hetjurnar, Félag foreldra langveikra barna, sem fengu styrki að þessu sinni. Páll Jónsson t.v. og Ranveig Tausen tók við styrk Lautarinnar, þá er Árni V. Friðriksson formaður Lionsklúbbsins Hængs, Tryggvi Tryggvason gjaldkeri, Íris Björk Árnadóttir og Ingibjörg Gylfadóttir frá Hetjunum og Sigrún Gestsdóttir frá Sambýlinu í Bakkahlíð. Helsta tekjulind verkefnasjóðs Lionsklúbbsins Hængs er útgáfa auglýsingablaðsins Leó, sem komið hefur út í byrjun desember sl. 30 ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar