Kennaraverkfall

Jim Smart

Kennaraverkfall

Kaupa Í körfu

LAGAFRUMVARP um kjaramál kennara var samþykkt sem lög frá Alþingi laust fyrir kl. 13 í gær að viðhöfðu nafnakalli. 28 greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Breytingar voru gerðar á frumvarpinu í meðferð allsherjarnefndar og skv. þeim munu kjör kennara, sem deilendur ná að semja um eða gerðardómur mun úrskurða um, taka gildi frá og með gildistöku laganna eða frá og með mánudeginum. Þetta er að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis, ein stærsta breyting sem gerð var á lagafrumvarpinu í meðförum nefndarinnar og sett er fram í meirihlutaáliti. "Þetta þýðir sem sagt að þær kjarabætur sem um verður að ræða gilda frá og með þeim degi sem kennarar hefja störf að nýju," sagði Bjarni í gærmorgun. MYDATEXTI: Um þrjúhundruð kennarar mótmæltu við Alþingi í gærmorgun. Hér má sjá einn mótmælenda bjóða Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, banana

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar