Ellen Kristjánsdóttir

Ellen Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

Fyrstu lögin sem Ellen Kristjánsdóttir lærði á íslensku og síðar fyrstu lögin sem hún söng opinberlega voru sálmar. Þá var hún barn að aldri, saklaus og syndlaus. Núna, tæpum fjórum áratugum síðar, eftir að hafa öðlast á ný trúna á Guð gegnum erfiða lífsreynslu, kvittar ein okkar besta og vinsælasta söngkona fyrir guðsgjafirnar með hljómplötunni Sálmum. Hún er spennt en ekki kvíðin andspænis útkomu nýju plötunnar. Og var létt þegar gerð hennar var lokið. "Hún tók mjög á tilfinningalega," segir Ellen Kristjánsdóttir, "efnið er svo viðkvæmt að við þurftum að eltast dálítið við það. Það var ekki auðvelt að finna rétta andrúmsloftið. En ég fór í verkefnið af öllu hjarta. Hvernig viðtökurnar og salan verða er úr mínum höndum. Ég er spennt á góðan og jákvæðan hátt. Hlakka til." MYNDATEXTI: Ellen ásamt börnum þeirra Eyþórs Gunnarssonar, sem var erlendis, f. v. Elín, Sigríður, Eyþór Ingi og Elísabet.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar