Heidi Strand

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heidi Strand

Kaupa Í körfu

NÚ ERU mörk myndlistar og annarra skyldra greina löngum í umræðunni, og ekki síst það hvenær handverk verður myndlist sem er áhugavert umfjöllunarefni myndlistargagnrýni. Einnig hefur komið til tals hvort ekki væri vænlegt að gera skýrari greinarmun á umfjöllun um myndlist og umfjöllun um handverk og hönnun og vissulega er þó nokkuð til í því og myndi líklega koma öllum til góða. En svo kemur það fyrir að sýningar sem fyrirfram virðast tilheyra einhverri kategóríunni lenda utan hennar og þetta verður til þess að erfitt er að skipa sumum verkum í ákveðinn bás. Þannig er sýning Heidi Strand textílsýning sem að vissu marki fellur inn í ramma hefðbundins handverks en þegar hún er skoðuð nánar eru þar allnokkur verk sem eru þannig að gæðum að þau stíga skref í aðra átt og eiga þá betur heima í umfjöllun um myndlist en handverk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar