Kolaportið

Gísli Sigurðsson

Kolaportið

Kaupa Í körfu

Margt smátt gerir eitt stórt og eitt af því sem hefur auðgað Reykjavík var tilkoma Kolaportsins, fyrst innan í Arnarhóli og síðan við Tryggvagötuna. Á þessu fyrirtæki hafa menn haft ýmsar skoðanir og ég hef rætt við fleiri en einn og fleiri en tvo sem hrósa sér af því að hafa aldrei komið þangað - ellegar þeir komu þar og ætla þangað aldrei aftur. Ég á afar bágt með að skilja þröngsýni af þessu tagi og spyr þá og aðra: Er borgin þeim mun betri sem hún er fábreyttari? Er ekki í lagi að í Reykjavík sé starfandi um helgar basar af því tagi sem fjölmargir íslenzkir ferðamenn sækjast eftir að sjá? Þar er þó hægt að sjá mannlíf og viðskipti sem eru sér á parti og alls ekki hversdagsleg, enda er talsvert stór hópur fólks sem hefur orðið fyrir venju að líta þar inn, jafnvel um hverja helgi. MYNDATEXTI: Rattananadee Roopkhom frá Taílandi er kölluð Yeen og hefur verið í tvö ár á Íslandi. Hún reynir að tala íslensku og gengur bara vel eftir svo skamman tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar