KSÍ - Borgarnes

Guðrún Vala Elísdóttir

KSÍ - Borgarnes

Kaupa Í körfu

Fyrsti sparkvöllur Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) var formlega vígður sl. fimmtudag en hann er á lóð Grunnskólans í Borgarnesi. Af því tilefni flutti Bæjarstjóri Borgarbyggðar, Páll Brynjarsson, ávarp þar sem hann rakti aðdraganda og framkvæmd verksins. Hann rifjaði upp að fjórir ungir drengir hefðu komið með undirskriftalista fyrir margt löngu og skorað á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að gerður yrði gervigrasvöllur við skólann. Þessir drengir voru því sjálfskipaðir í að klippa á borðann þegar völlurinn var vígður. MYNDATEXTI: Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Jóhann Traustason, Magnús Sigurðarson, Bjarni Bachmann, Björgvin Ríkharðsson, Eyjólfur Sverrisson og Geir Þorsteinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar