Davíð Oddsson og Colin Powell

Einar Falur Ingólfsson

Davíð Oddsson og Colin Powell

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson segir góðan árangur hafa náðst á fundi með Colin Powell VIÐRÆÐUR Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið og framtíð þess eru komnar í fastar skorður og eru þjóðirnar nær samkomulagi en áður eftir fund Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra og Colin Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington í gær. Davíð segist hafa átt góðan og mjög árangursríkan fund með Powell. Davíð segist í samtali við Morgunblaðið líta svo á að það sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar varanlegar loftvarnir á Íslandi og í samræmi við varnarsamninginn á milli Íslands og Bandaríkjanna. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við upphaf viðræðnanna í Washington í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar