Kristín Marja

Kristín Marja

Kaupa Í körfu

Karitas án titils nefnist ný skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, þar sem ástin og listin takast á í kvenlægri sögu, sem karlar eru aðaldrifkrafturinn í. Það er mjög ánægjulegt," segir Kristín Marja, þegar ég spyr hana, hvernig það sé að vera orðin fyrirfram seldur rithöfundur í útlöndum, en þýzkt útgáfufyrirtæki og hollenzkt forlag keyptu útgáfuréttinn áður en bókin kom út á Íslandi. "Það er ljóst að menn ytra hafa áhuga á norrænum skáldsögum. Þýzkur bókmenntafræðingur sagði mér það líka, að Þjóðverjar skrifuðu helzt stuttar sögur og frásagnir um þessar mundir, þá vantaði stóru skáldsögurnar." Þrjár fyrri skáldsögur Kristínar Marju hafa komið út í Þýzkalandi. MYNDATEXTIKristín Marja Baldursdóttir Þegar kona ákvað að verða listakona en kynntist ástinni, kallaði ástin á tíma hennar og þjónustu og varð henni ekki til framdráttar. En ef karl í sömu sporum kynntist ástinni, fékk hann í konunni þjónustu og gat haldið sínu striki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar