Mývatnssveit

Birkir Fanndal Harðarson

Mývatnssveit

Kaupa Í körfu

Enn eitt veðurmetið féll seint í fyrrinótt þegar frostið á landinu náði því að verða 29,7 gráður á Mývatni en ekki hefur áður orðið jafn kalt í nóvembermánuði á landinu. Talsvert langt er þó í að kuldametið frá því mælingar hófust verði slegið, en það var sett frostaveturinn mikla árið 1918 þegar frostið náði 38 gráðum í janúarmánuði í Möðrudal og eins á Grímsstöðum á Fjöllum. Myndin er frá Kílsklettum skammt frá Garði, en þar er kaldavermsl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar