Þróunarverkefni í nýtingu viðar sem orkugjafa

Steinunn Ásmundsdóttir

Þróunarverkefni í nýtingu viðar sem orkugjafa

Kaupa Í körfu

Nýlega var kynnt alþjóðlegt þróunarverkefni í nýtingu viðar sem orkugjafa til húshitunar. Ísland, Finnland og Skotland standa saman að verkefninu, sem er hluti af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP). Á Íslandi er þörf á markaði fyrir grisjunarafurðir skóganna. Tilgangur verkefnisins hér á landi er að gera viðarkyndingu að raunhæfum valkosti á lághitasvæðum, einkum í dreifbýli. Með því er vilji til að slá nokkrar flugur í einu höggi, þ.e. lækka orkukostnað neytenda, stuðla að grisjun ungskóga og gera trén sem eftir standa verðmætari, fjölga atvinnutækifærum í dreifbýli og nýta umhverfisvæna orku. MYNDATEXTI: Guðmundur Ólafsson, frkvstj. Héraðsskóga, Lauri Sikanen frá Finnlandi og Cliff Beck frá Skotlandi undirrita samning um verkefni um nýtingu viðar sem orkugjafa til húshitunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar