Bruni í Hringrás, fólk flutt burt

Brynjar Gauti

Bruni í Hringrás, fólk flutt burt

Kaupa Í körfu

Rauði krossinn opnaði neyðarathvarf fyrir hátt í 200 íbúa í Langholtsskóla um miðnætti "Manni er skipað í burtu" ÓSKAR Aðalbjarnarson og Nanna Bjarnadóttir voru á meðal þeirra fjölmörgu íbúa við Kleppsveginn sem biðu niðri í anddyri stigagangsins. Óskar sagðist vera á bíl og ætlaði að koma sér sjálfur í burtu en Nanna beið eftir að komast í strætisvagn. "Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvenær. Flestir eru farnir, þeir sem eiga bíl. Maður veit ekki hvert maður á að fara. Manni er skipað í burtu. Ég hafði alla glugga lokaða en samt var maður aðeins farinn að finna lyktina," sagði Nanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar