Mjólk er góð

Ragnar Axelsson

Mjólk er góð

Kaupa Í körfu

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum mun ekki breytast nú um áramótin en verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun þess efnis. Verð til bænda hækkar hins vegar um 3,4% sem er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Fulltrúar mjólkuriðnaðarins hafa lýst því yfir að ekki komi til verðbreytinga á öðrum mjólkurvörum að svo stöddu. MYNDATEXTI: Á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,87% frá því í janúar 2003 til dagsins í dag hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur staðið í stað. Frá vinstri: Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Þórólfur Sveinsson, formaður Landssamtaka kúabænda, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Elín Björg Jónsdóttir hjá BSRB og Stefán Úlfarsson hjá ASÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar