Borgarísjaki í Ísafjarðardjúpi
Kaupa Í körfu
Það var um fimmtán stiga frost þegar þeir Halldór Sveinbjörnsson, Þröstur Þórisson og Sveinbjörn Kristjánsson, lögðu upp frá Bolungarvík um helgina og reru alla leið í mynni Ísafjarðardjúpsins, undan fjallinu Rit, þar sem stór og mikill borgarísjaki hefur verið á reki. Að sögn kajakamannanna brotnar hratt úr jakanum og raunar heyrðu þeir mikinn hvell þegar þeir voru að róa frá þegar stykki úr honum féll í sjóinn. Þeir segja aðstæður hafa verið frekar erfiðar, hundkalt og frekar slæmt í sjóinn. Róðurinn fram og til baka tók hátt í fjórar klukkustundir og voru kajakmennirnir orðnir mjög kaldir þegar þeir lentu aftur í Bolungarvík en sögðu ferðina engu að síður hafa verið einstaka.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir