Borlänge í Svíþjóð

Sigurður Elvar

Borlänge í Svíþjóð

Kaupa Í körfu

Flest ef ekki öll sveitarfélög landsins eiga sér vinabæi á öðrum Norðurlöndum og sum raunar víðar. Þar eru Vestmannaeyjar engin undantekning, en í hópi vinabæja þeirra er Borlänge í Svíþjóð. Þar var þessi mynd tekin á dögunum, en líkt og Grímseyingar hafa íbúar bæjarins sett upp myndarlegan vegvísi þar sem fyrir liggja upplýsingar um hversu langt sé til hinna ýmsu staða. Fram kemur svo sem sjá má að frá Borlänge til Vestmannaeyja eru nákvæmlega 2000 kílómetrar. Íbúar í sænska bænum eru heldur fleiri en eyjapeyjarnir, þar eru um 47 þúsund íbúar en í Vestmannaeyjum voru skráðir 4349 íbúar fyrir réttu ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar