Örleikritasamkeppni

Jim Smart

Örleikritasamkeppni

Kaupa Í körfu

Ferðataskan bar sigur úr býtum í örleikritasamkeppni framhaldsskólanema í Þjóðleikhúsinu UPPSKERUHÁTÍÐ örleikritasamkeppni framhaldsskólanema fór fram í fyrrakvöld í Þjóðleikhúsinu, en fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands stóðu fyrir keppninni með stuðningi SPRON. Fluttu þar þriðjaársnemar leiklistardeildarinnar þau fimm verk sem komust í úrslit af alls 48 verkum sem bárust í keppnina. Áhorfendur í sal völdu það verk sem skaraði fram úr að þeirra mati, en dómnefnd skipuð þeim Maríu Pálsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar Þjóðleikhússins, Ragnheiði Skúladóttur, deildarforseta leiklistardeildar LHÍ, og Rúnari Guðbrandssyni, prófessor við leiklistardeild LHÍ, valdi þrjú efstu sæti keppninnar. MYNDATEXTI: Sveitin 100% polyester úr Fjölbrautaskóla Suðurlands skemmti á hátíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar