Hringrás

Ragfnar Axelsson

Hringrás

Kaupa Í körfu

EFTIRLITSSTOFNANIR gripu ekki til aðgerða vegna dekkjahaugsins á lóð Hringrásar við Sundahöfn, þrátt fyrir að Eldvarnaeftirlitið hefði skrifað eigendum Hringrásar bréf í júní sl., þar sem bent var á hættuna sem af honum stafaði. Fyrirtækið stóð ekki við fyrirheit um að dekkin yrðu fjarlægð. Talið er að um tvö þúsund tonn af gúmmíi hafi verið í dekkjahaugnum sem brann. MYNDATEXTI: Slökkvistarf langt komið við dekkjahaug Hringrásar við Sundahöfn um miðjan dag í gær. Haugurinn sést vel vinstra megin, en neðst fyrir miðju er rúst stálgrindarhússins, þar sem upptök eldsins eru talin hafa verið. Stórvirkar gröfur róta í haugnum til að auðvelda slökkvistarf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar