Gæðaverðlaun Leonardó

Brynjar Gauti

Gæðaverðlaun Leonardó

Kaupa Í körfu

VERKEFNI frá Iðntækistofnun, Skautafélagi Reykjavíkur (SR) og Stúdentaferðum fengu í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni Leonardó, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt hér á landi. Auk þeirra hlaut Fjölbrautaskólinn í Ármúla hvatningarverðlaun. Jafnframt var tilkynnt að tvö þessara verkefna, verkefni Iðntæknistofnunar og SR, væru á meðal tuttugu evrópskra verkefna sem komust í úrslitakeppni um evrópsk gæðaverðlaun Leonardó. Fyrsta evrópska gæðaviðurkenningin fyrir Leonardó-mannaskiptaverkefni verður veitt í Osló í janúar á næsta ári. MYNDATEXTI: Frá vinstri: Þórdís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Landsskrifstofu Leonardó, Ólafur Reykdal, hjá Iðntæknistofnun, Hulda Stefánsdóttir, hjá Stúdentaferðum, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi formaður SR, og Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar