Ragnar Gunnarsson skipstjóri

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ragnar Gunnarsson skipstjóri

Kaupa Í körfu

"HANN er tregur núna, eins og jafnan á þessum árstíma. Það er meiri æsingur við snurvoðina á sumrin," sagði Ragnar Gunnarsson, skipstjóri á Fanneyju HU frá Hvammstanga, spurður um fiskifréttir á dögunum. Ragnar er á snurvoð allt árið og hefur síðustu dagana verið að draga hana í Hrútafjarðarkjaftinum en lítið fengið. "Við höfum fengið tvö til fjögur tonn á dag að undanförnu. Núna er dagurinn stuttur og við tökum fá köst á dag, aldrei fleiri en fimm yfir daginn," sagði Ragnar. Hann segist landa aflanum á Hvammstanga þessa dagana en á meðfylgjandi mynd eru þeir Aðalsteinn Tryggvason háseti og Ragnar að landa úr bátnum á Sauðárkróki. "Við vorum að veiðum í Skagafirðinum í sumar og þangað til nýlega og fengum oft mjög góðan afla, sérstaklega fengum við mikið af ýsu," sagði Ragnar skipstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar