Ráðhúsið Sýning LHM

Brynjar Gauti

Ráðhúsið Sýning LHM

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR eru hugvitssamari en margur heldur, ef eitthvað er að marka sýningu Landssambands íslenskra hugvitsmanna, LHM, sem nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. ......Hundasnakk og vatnsdælur Á meðfylgjandi mynd sést Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður LHM, á baki reiðhjóls sem er á leið til Zambíu í Afríku. Elínóra er með sína eigin uppfinningu, hundasnakk, á sýningunni, en hjólið og búnaður sem tengt er við það er hugarsmíð Gests Gunnarssonar tæknifræðings og kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði. Hjólið er tengt við kælivatnsdælu úr Chevrolet bifreið og fær það hlutverk í Zambíu að dæla vatni upp úr læk sem rennur í nágrenni skóla sem samtökin Vinir Afríku eru að aðstoða við að reisa þar í landi. Vatnið sem dælt verður upp með aðstoð hjólsins nýtist til ræktunar meðal annars á skólasvæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar