Rinascente
Kaupa Í körfu
Tónlistarhópurinn Rinascente heldur tónleika í Neskirkju á morgun undir yfirskriftinni Úr handritum í lifandi flutning. Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir Ítalina Giuglio Caccini 1545-1618 og Giacomo Carissimi 1605-1674. Tónlist þessara tveggja tónskálda sýnir þróun tónlistar á Ítalíu frá endurreisn yfir í barokk. Fluttur verður meðal annars partur úr óperunni Evridís eftir Caccini við texta Rinuccini sem er ein af fyrstu óperum tónlistarsögunnar. Einnig verða flutt nokkur einsöngsverk Caccinis. Þá eru á dagskrá tvö verk eftir Jacomo Carissimi, veraldlegar kantötur. Rinascente-hópinn skipa Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, Hrólfur Sæmundsson baríton, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Gísli Magnason tenór og Lára Bryndís Eggertsdóttir sópran.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir