Rinascente

Jim Smart

Rinascente

Kaupa Í körfu

Tónlistarhópurinn Rinascente heldur tónleika í Neskirkju á morgun undir yfirskriftinni Úr handritum í lifandi flutning. Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir Ítalina Giuglio Caccini 1545-1618 og Giacomo Carissimi 1605-1674. Tónlist þessara tveggja tónskálda sýnir þróun tónlistar á Ítalíu frá endurreisn yfir í barokk. Fluttur verður meðal annars partur úr óperunni Evridís eftir Caccini við texta Rinuccini sem er ein af fyrstu óperum tónlistarsögunnar. Einnig verða flutt nokkur einsöngsverk Caccinis. Þá eru á dagskrá tvö verk eftir Jacomo Carissimi, veraldlegar kantötur. Rinascente-hópinn skipa Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, Hrólfur Sæmundsson baríton, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Gísli Magnason tenór og Lára Bryndís Eggertsdóttir sópran.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar