Ólafur Elíasson

Einar Falur Ingólfsson

Ólafur Elíasson

Kaupa Í körfu

Í október var opnuð sýning Ólafs Elíassonar í ARoS, nýja samtímalistasafninu í Árósum, og hefur hún vakið mikla athygli í Danmörku. Fyrr á árinu hlaut Ólafur stærstu arkitektaverðlaun þar í landi, verðlaun Nykredid bankans, sem eru reyndar ein stærstu verðlaun sinnar tegundar í heiminum og því óneitanlega merkilegt að þau skuli falla í skaut myndlistarmanni. Hann hefur einnig unnið að gerð frímerkja sem danski pósturinn óskaði eftir, hannað ljósverk í nýju dönsku óperuna, sem góður rómur hefur verið gerður að, auk þess að vera á þönum um heim allan við sitt hefðbundna sýningarhald. Hann hefur því síður en svo einangrað sig á þröngu sviði listsköpunar - þvert á móti vinnur hann markvisst að því að finna samhengi og samsvörun við umheiminn í verkum sínum og hikar ekki við að teygja sig inn á framandi svið í þeim tilgangi. Hann kom hingað til lands fyrir skömmu til að eiga stefnumót við norræna menningu á ráðstefnunni Rætur og tæpti þar í samtali við greinarhöfund á ýmsu því sem fram kemur í þessu viðtali.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar