Fundur í Norræna húsinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fundur í Norræna húsinu

Kaupa Í körfu

Fundur áhugafólks er berst gegn umskurn og limlestingum kvenna var haldinn í Norræna húsinu í gær og tókst, að sögn aðstandenda, með miklum ágætum. Að sögn Herdísar Tryggvadóttur, eins stofnfélaga áhugahópsins, var fundurinn vel sóttur og voru flutt fróðleg erindi um málið. Meðal fyrirlesara voru Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og Guðrún Agnarsdóttir læknir, auk þess sem kristniboðar er starfað hafa í löndum þar sem umskurn tíðkast ræddu um reynslu sína. Á fundinum var hrundið af stað sérstöku átaki sem miðar að því að fá allar konur á Íslandi til að skrá sig á vefslóðinni: www.konurgegnlimlestingu.com og mótmæla með þeim hætti því ofbeldi sem konum er sýnt í formi umskurðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar