Kaffi París - Spekingar

Jim Smart

Kaffi París - Spekingar

Kaupa Í körfu

Miðborg | Stóllinn í horninu á Kaffi París er hafður auður á föstudagsmorgnum þar til fastagesturinn Gunnar Dal kemur, en eftir að hann sest snúast samræður hópsins sem hittist þarna á hverjum föstudegi að heimspekilegum málefnum, auk hefðbundinnar þjóðfélagsumræðu, og segir einn úr hópnum að þarna sé lífsgátan leyst, fyrir hádegi á föstudögum. MYNDATEXTI: Kaffihúsaspekingar Sigurlaugur Þorkelsson, Halla Skjaldberg, Eysteinn Guðmundsson, Gunnar Dal og Gísli Ferdinandsson hittast á föstudagsmorgnum. Á myndina vantar Albert Ríkharðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar