Ólafur Kjartan Sigurðarson

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Kaupa Í körfu

SÚ tónlist sem tengist helst jólum hjá mér er annars vegar ein tiltekin hljómplata og hins vegar eitt ákveðið lag," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari í samtali við Morgunblaðið. "Lagið sem hringir alltaf jólin inn á mínu heimili er lag eftir ömmu mína og afa. Lagið er eftir afa, Jón Sigurðsson, Jón bassa, og ljóðið eftir ömmu mína, Jóhönnu G. Erlingsson textahöfund. Þetta lag heitir Jólin alls staðar og var gert ódauðlegt af söngvurunum Ellý og Vilhjálmi Vilhjálms. Það má segja að þetta sé jólalag fjölskyldunnar." MYNDATEXTI: Ólafur Kjartan í eldhúsinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar