Alþingi 2003

Sverrir Vilhelmsson

Alþingi 2003

Kaupa Í körfu

Setning Alþingis einkennist af gömlum hefðum og er með þjóðlegum brag. Dagný Jónsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins, mætti til þings í fyrsta skipti í gær þegar vorþing Alþingis var sett og lét ekki sitt eftir liggja að gera athöfnina sem hátíðlegasta. Dagný klæddist fögrum upphlut sem upphaflega var í eigu langömmu hennar og nöfnu, Dagnýjar Einarsdóttur (1901-1968). Myndatexti: Magnús Stefánsson og Dagný Jónsdóttir. Að baki þeim sitja Kristinn H. Gunnarsson og Halldór Blöndal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar