Bjarni Hafþór Helgason með nýja geisladiskinn

Kristján Kristjánsson

Bjarni Hafþór Helgason með nýja geisladiskinn

Kaupa Í körfu

Tónlistarhópurinn Ókyrrð hefur sent frá sér geisladiskinn "Á jörðu" og af því tilefni verður efnt til útgáfutónleika í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Ókyrrð samanstendur af átta einstaklingum en tónlistarhópurinn varð til haustið 2002, hóf þá æfingar og stóð síðan að flutningi á tónlist eftir Bjarna Hafþór Helgason. ,...Ókyrrð hefur komið fram á tónleikum á Akureyri auk þess að taka þátt í Blue North-tónlistarhátíðinni ásamt erlendum og innlendum flytjendum. Arna Valsdóttir og Heimir Bjarni Ingimarsson sjá um söng, Hrönn Sigurðardóttir og Þórey Ómarsdóttir um raddir, Karl Petersen leikur á trommur og slagverk, Baldvin Ringsted á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Bjarni Hafþór Helgason á hljómborð. MYNDATEXTI: Geisladiskur Bjarni Hafþór Helgason með nýja geisladiskinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar