Framtíð í nýju landi

Sverrir Vilhelmsson

Framtíð í nýju landi

Kaupa Í körfu

Framtíð í nýju landi er nafn tilraunaverkefnis til þriggja ára sem hleypt var af stokkunum í gær og snýst um aðstoð við ungmenni af asískum uppruna við að setja sér markmið um menntun, færni og aðlögun að íslensku samfélagi og leita úrræða til að ná þeim. Að verkefninu standa Alþjóðahúsið, félagsmálaráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg og Velferðarsjóður barna. Skrifað var undir samstarfssamning aðila í gær og var það fyrsta opinbera embættisverk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í embætti borgarstjóra. MYNDATEXTI: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir í hópi ungmenna af asískum uppruna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar